Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:26 Vísindamenn vita ekki með vissu hvaða þróunarfræðilega tilgangi sjálfsfróun hefur þjónað en hafa nokkrar tilgátur. Getty/Felix Kastle Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. „Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar. Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
„Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar.
Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira