Innlent

Samningaviðræður sigldar í strand

Jakob Bjarnar skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var svartsýn fyrir fundinn. Hann stóð yfir í á annan klukkutíma en lauk án niðurstöðu.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var svartsýn fyrir fundinn. Hann stóð yfir í á annan klukkutíma en lauk án niðurstöðu. Vísir/Vilhelm

Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið.

Eins og Vísir hefur greint frá hafa þessir aðilar fundað í Karphúsinu og hófust fundahöld klukkan tíu. Þau stóðu í um tvo tíma en viðræðurnar eru sigldar í strand.

Eins og fréttastofa greindi frá í morgun mættu menn til fundar afar vondaufir um að það tækist að ná saman. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún ætti ekki von á að samningar næðust Hún hafði vonast eftir afstöðubreytingu hjá Samtöku íslenskra sveitarfélaga en var svartsýn á það.

Ekki liggur fyrir á þessar stundu hvert framhaldið verður. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga var sömuleiðis svartsýn fyrir fundinn.


Tengdar fréttir

„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×