Sonur Sverris og Hrefnu kom í heiminn 13. apríl síðastliðinn í borginni Thessaloniki í Grikklandi og hefur verið nefndur Jóhann Alex. Fyrir eiga þau dótturina Emilíu Rós fædda 2019.
Smartland greinir frá því að parið hafi fest kaup á tæplega 400 fermetra eign við Fróðaþing í Kópavogi og greiddu 231 milljón fyrir.
Húsið er á tveimur hæðum með fallegu útsýni yfir Elliðavatni. Eignin skiptist í stofu, borðstofu og eldhús er í opnu og björtu rými með glugga í allar áttir og sex svefnherbergi. Í fasteignaauglýingunni kemur fram að hægt séð að skipta húsinu upp í tvo eignahluta með sér inngangi.


Sverrir og Hrefna hafa verið saman í rúman áratug og er um þessar mundir í Grikklandi þar sem Sverrir er á samning hjá gríska úrvalsdeildarliðinu PAOK.