Lífið

Ó­vænt á­nægja þegar tjald­segg fundust við leiði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
„Tjaldurinn hefur greinilega fundið einhvern góðan anda þarna," segir Kolbrún.
„Tjaldurinn hefur greinilega fundið einhvern góðan anda þarna," segir Kolbrún. Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir

Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar.

„Við ætluðum að setja rós á leiðið hans pabba og taka páskablómin í burtu,“ segir Kolbrún. Hún segir frá því að hafa heyrt í háværum tjaldi á leið sinni inn í garðinn. Þegar inn var komið hafi fjögur tjaldsegg legið við leiði Guðmundar, föður hennar.

Kolbrún segir föður sinn alltaf hafa verið mikill dýravinur og eggin í hreiðrinu því táknræn. „Tjaldurinn hefur greinilega fundið einhvern góðan anda þarna,“ segir hún. Að auki hafi Guðmundur átt fjóra afkomendur og eggin einmitt verið fjögur.

Leiði Guðmundar prýtt sjaldgæfri skreytingu. Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir

Þrátt fyrir að hafa alist upp á Hjalla segir Kolbrún ekki hafa séð svona áður í kirkjugarðinum. „Við drifum okkur í burtu svo við myndum ekki fæla þau.“ 


Tengdar fréttir

Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann

Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.