Verkferlar í Reykjadal hafi verið bættir strax í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:44 Andrea Rói Sigurbjörns er forstöðumaður Reykjadals. Aðsend Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega. Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels