Innlent

Tvö og hálft ár fyrir fíkni­efna­brot og þjófnað

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Maðurinn játaði öllu skýlaust.
Maðurinn játaði öllu skýlaust. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag karlmann í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þjófnað, brot sem framin voru á þessu ári.

Maðurinn, sem heitir Daniel Norbert Szymanski, játaði skýlaust fyrir dómi að hafa haft í fórum sínum tæp þrjú kíló af amfetamíni og 692 stykki og 225 ml af vefaukandi steralyfjum.

Þá játaði hann einnig að hafa brotist inn í íbúð laugardaginn 4. febrúar og stolið Rolex armbandsúri að verðmæti tæplega 1,2 milljónir króna, Breitling armbandsúri og töskum og belti frá Louis Vuitton.

Daniel var handtekinn föstudaginn 10. febrúar þegar lögreglan lagði hald á þýfið ásamt amfetamín- og sterabirgðum við húsleit í bílskúrnum hans. 

Í dómnum kemur fram að Daniel hafi ekki áður hlotið refsingu hér á landi og það hafi haft áhrif á þyngd dómsins, auk þess sem hann hafi játað allri sök skýlaust. 

Auk óskilorðsbundinnar fangelsisvistar þarf Daniel að greiða allan sakarkostnað. Einnig er þess krafist að fíkniefnin auk hálfrar milljónar króna verði gerð upptæk.


Tengdar fréttir

Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×