Innlent

Á­kærður fyrir að smygla tæp­lega tveimur kílóum af met­am­feta­míni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn flutti efnið hingað til lands í ferðatösku.
Maðurinn flutti efnið hingað til lands í ferðatösku. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 32 ára íslenskum karlmanni sem er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn er í ákærunni sagður hafa staðið að innflutningi tæplega tveggja kílóa af metamfetamíni.

Í ákærunni segir að um hafi verið að ræða 1.967 grömm af metamfetamíni með 77 til 80 prósent styrkleika, sem samsvari 95 til 99 prósent af metamfetamínklóríði. Er ákærður grunaður um að hafa ætlað efnin til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Efnin flutti maðurinn hingað í ferðatösku en hann kom hingað til lands með flugi frá Vancouver í Kanada í júní 2019.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir brot á 173. grein almennra hegningarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×