Innlent

Gríms­eyjar­ferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Grímseyjarferjan Sæfari siglir á milli Grímseyjar og Dalvíkur.
Grímseyjarferjan Sæfari siglir á milli Grímseyjar og Dalvíkur. Wikipedia Commons/ÁrniGael

Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu.

Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að ferjan hafi verið í reglubundinni skoðun og viðhaldi sem hafi verið nauðsynlegt er til að viðhalda haffæri skipsins.

„Nú í vor var kominn tími á umfangsmeira viðhald og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega 30 ára gamalt.

Af ýmsum ástæðum hefur sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi en þá var áætlað að hún tæki sex til átta vikur. Margir ófyrirséðir þættir spila þar inni, svo sem óhagstætt veður og mannekla.

Á meðan ferjan hefur verið í slipp hefur fiskiskipið Þorleifur sinnt afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Farþegaflutningum hefur verið sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var fjölgað úr þremur í fjórar á viku og verða fjórar þar til siglingar hefjast á ný,“ segir á vef Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir

Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferða­mönnum á meðan

Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.