Innlent

Bein út­sending: Sam­sköpun um betri fram­tíð í þjónustu við fatlað fólk

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirskrift ráðstefnunnar er „Co-creating for a better future“, en ráðstefnan fer fram á ensku.
Yfirskrift ráðstefnunnar er „Co-creating for a better future“, en ráðstefnan fer fram á ensku. Vísir/Vilhelm

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir norrænni ráðstefnunni í Hörpu í dag þar sem fjallað verður um þær áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir þegar horft er til framtíðar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Fundurinn hófst klukkan 9 og stendur til klukkan 16:10.

Í tilkynningu kemur fram að yfirskrift ráðstefnunnar sé „Co-creating for a better future“.

Ráðstefnan fer fram á ensku og tengist umfangsmikilli vinnu sem nú á sér stað við gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún er einnig haldin í tilefni af formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan er tvískipt:

  • Hluti 1: 09.00-12.10: Can new thinking change the tide in the services for persons with disabilities?
  • Hluti 2: 13.15-16.10: Electronic data and service access for persons with disabilities

Til þess að takast á við áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir er ljóst að breyta þarf hugarfari, skipulagi þjónustu og verkferlum. Tryggja þarf fötluðu fólki aðgang að stafrænum heimi til jafns við aðra og vera framsækin í að þróa lausnir.

Á ráðstefnunni munu fjölmörg flytja stutt erindi, bæði sérfræðingar og notendur sem hafa látið sig framtíð þjónustu við fatlað fólk varða. Markmiðið er að til verði nýjar hugmyndir, nýtt efni eða ný sjónarhorn sem nýst geta við gerð landsáætlunarinnar og almennt til að bæta þjónustu við fatlað fólk á Norðurlöndunum,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×