Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur í Síerra Leóne Íris Hauksdóttir skrifar 1. júní 2023 12:00 Ný herferð á vegum UN Woman á Íslandi þar sem fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir. Anna Maggy UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað sinni árlegu FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér. Síerra Leóne Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér.
Síerra Leóne Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira