Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur í Síerra Leóne Íris Hauksdóttir skrifar 1. júní 2023 12:00 Ný herferð á vegum UN Woman á Íslandi þar sem fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir. Anna Maggy UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað sinni árlegu FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér. Síerra Leóne Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér.
Síerra Leóne Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira