Lífið

Elliði Snær og Sóldís Eva eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elliði og Sóldís eiga von á frumburðinum í nóvember.
Elliði og Sóldís eiga von á frumburðinum í nóvember. Sóldís Eva

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eiga von á sínu fyrsta barni í lok árs.

Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri myndafærslu á Instagram.

„Spennt fyrir nóvember,“ skrifa þau við myndina. 

Elliði og Sóldís eru bæði frá Vestmannaeyjum en eru búsett í Þýskalandi þar sem Elliði er á samningi hjá Gummersbach sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni. Elliði kom til liðsins árið 2020 þegar Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun lðisins og fór liðið upp í efstu deild síðastliðið vor. 

Elliði er orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu í handbolta og sló í gegn á heimsmeistaramótinu í janúar. 


Tengdar fréttir

Góður leikur Elliða Snæs í sigri Gummersbach

Gummersbach vann góðan sigur á Bergischer þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá unnu lærisveinar Rúnar Sigtryggssonar sömuleiðis sigur.

Elliði Snær um stuðnings­menn Ís­lands: „Vissi að þeir væru bilaðir en ekki svona bilaðir“

„Í fyrsta lagi takk, get ekki lýst því. Geðveikt, gjörsamlega geðveikt að fá að spila á heimavelli í Svíþjóð,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir sigur Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Eftir að Elliða var óskað til hamingju með sigurinn var hann spurður hversu skemmtilegt það hefði verið að spila þennan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×