Óábyrgt af ráðherra að tala gegn uppbyggingu í Skerjafirði Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 13:01 Alexandra Briem er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Sigurjón Íbúar í Skerjafirði í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu á svæðinu og áhrifum hennar á græn svæði. Umhverfisráðherra vill stöðva áformin en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir uppbygginguna gríðarlega mikilvæga. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira