Lífið

Al Pacino á von á barni

Atli Ísleifsson skrifar
Al Pacino á viðburði í apríl síðastliðnum.
Al Pacino á viðburði í apríl síðastliðnum. Getty

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum.

Talsmaður hins 82 ára Pacino staðfestir fréttirnar í samtali við TMZ, en þau Pacino og Alfallah hafa verið saman í rúmt ár.

Fréttirnar koma fáeinum dögum eftir að staðfest var að stórleikarinn Robert De Niro, sem er 79 ára, hafi eignast barn með kærustu sinni, Tiffany Chen.

Þeir Al Pacino og Robert De Niro léku saman í annarri myndinni um Guðföðurinn frá árinu 1974 og svo aftur í myndinni Heat frá árinu 1995.

Pacino á fyrir þrjú börn, tvö með leikkonunni Beverly D‘Angelo og eitt með Jan Tarrant.

Alfallah hefur áður átt í ástarsambandi með enska rokkaranum Mick Jagger og auðjöfurnum Nicolas Berggruen.


Tengdar fréttir

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Dóttir DeNiro komin með nafn

Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.