Júníspá Siggu Kling: Allt sem hrúturinn snertir verður að gulli Sigga Kling skrifar 2. júní 2023 06:00 Elsku Hrúturinn minn, það getur oft verið erfitt að vera þú. Þú vilt að allir séu í jafnvægi og gerir þitt besta að svo sé. En það kemur að sjálfsögðu fyrir að það springur eitthvað. Þá bitnar það yfirleitt á þeim sem eru þér nánastir og gerir ekkert annað fyrir þig en að þú fáir móral eða þér líði illa yfir því. Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Það er svo mikilvægt að þú sjáir að þú þarft að vernda þig og þú gerir það þannig með því að hugsa að það sé ljós allt í kringum þig og að segja: „Ég er verndaður fyrir öllu sem hefur slæm áhrif á líðan mína.“ Þannig sleppirðu þér frjálsum úr vanlíðan og byrjar að dreifa sterku orkunni þinni á ný. Það er velferð og góð orka yfir heimili og þar áttu akkúrat að hlaða batteríin þín. Það sveiflast til og frá ákvarðanatökur um mikilvæg málefni, hvað þú eigir að gera eða hvort þú eigir að breyta einhverju. Miðað við stöðuna er best að lagfæra það sem er nú þegar að, byggja það upp og laga það sem þú hefur í hendi eða er hjá þér. Þér finnst jafnvel að röð undraverðra tilviljana hafi forðað þér frá mörgum hörmungum, þó að það sé ekki sjálfsagður hlutur, þá er svo sannarlega heppnin yfir þér núna. Þú skalt spekúlera rækilega vel í því hvort þú viljir fara í nýjar framkvæmdir, þó að það sé alveg skýrt að allt sem þú snertir verður að gulli. Ef þú skoðar það vel, þá þekkirðu margt fólk sem minna mega sín og líka fólk sem hefur það óstjórnlega gott. Það furðulega er að fólk sem hefur ekki haft það of gott, mun ýta undir að þú hafir það gott. Þinn mesti auður er fólginn í fjölskyldu og vinum og allt er miklu betra en þú hefur hugmynd um og líf þitt er bæði spennandi og skemmtilegt. En það er mikil þörf á því á að þú elskir þig mest og finnist gott að vera í þínum eigin félagsskap, því að ástin er að óska eftir þér. Koss og knús. Frægir hrútar. Marlon Brando, leikari, 3. apríl Eddie Murphy, leikari, 3. apríl Robert Downey Jr., leikari, 4. apríl Heath Ledger, leikari, 4. apríl Jackie Chan, leikari 7. apríl Thomas Jefferson, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 13. apríl Emma Watson, leikkona, 15. apríl Charlie Chaplin, grínisti, 16. apríl Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Það er svo mikilvægt að þú sjáir að þú þarft að vernda þig og þú gerir það þannig með því að hugsa að það sé ljós allt í kringum þig og að segja: „Ég er verndaður fyrir öllu sem hefur slæm áhrif á líðan mína.“ Þannig sleppirðu þér frjálsum úr vanlíðan og byrjar að dreifa sterku orkunni þinni á ný. Það er velferð og góð orka yfir heimili og þar áttu akkúrat að hlaða batteríin þín. Það sveiflast til og frá ákvarðanatökur um mikilvæg málefni, hvað þú eigir að gera eða hvort þú eigir að breyta einhverju. Miðað við stöðuna er best að lagfæra það sem er nú þegar að, byggja það upp og laga það sem þú hefur í hendi eða er hjá þér. Þér finnst jafnvel að röð undraverðra tilviljana hafi forðað þér frá mörgum hörmungum, þó að það sé ekki sjálfsagður hlutur, þá er svo sannarlega heppnin yfir þér núna. Þú skalt spekúlera rækilega vel í því hvort þú viljir fara í nýjar framkvæmdir, þó að það sé alveg skýrt að allt sem þú snertir verður að gulli. Ef þú skoðar það vel, þá þekkirðu margt fólk sem minna mega sín og líka fólk sem hefur það óstjórnlega gott. Það furðulega er að fólk sem hefur ekki haft það of gott, mun ýta undir að þú hafir það gott. Þinn mesti auður er fólginn í fjölskyldu og vinum og allt er miklu betra en þú hefur hugmynd um og líf þitt er bæði spennandi og skemmtilegt. En það er mikil þörf á því á að þú elskir þig mest og finnist gott að vera í þínum eigin félagsskap, því að ástin er að óska eftir þér. Koss og knús. Frægir hrútar. Marlon Brando, leikari, 3. apríl Eddie Murphy, leikari, 3. apríl Robert Downey Jr., leikari, 4. apríl Heath Ledger, leikari, 4. apríl Jackie Chan, leikari 7. apríl Thomas Jefferson, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 13. apríl Emma Watson, leikkona, 15. apríl Charlie Chaplin, grínisti, 16. apríl
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira