Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 12:59 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilunni í gær. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22