Alfreð í „skammarkróknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 10:59 Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images) Alfreð Finnbogason verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leikbann í gífurlega mikilvægum leik Lyngby gegn AaB. Sævar Atli Magnússon snýr hins vegar aftur í lið Lyngby og Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C. Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“ Danski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“
Danski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira