Alfreð í „skammarkróknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 10:59 Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images) Alfreð Finnbogason verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leikbann í gífurlega mikilvægum leik Lyngby gegn AaB. Sævar Atli Magnússon snýr hins vegar aftur í lið Lyngby og Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C. Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“ Danski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“
Danski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira