Fótbolti

Doucoure hélt Everton uppi | Leeds og Leicester féllu

Aron Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton í dag.
Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton í dag. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar Via Getty Images

Vísir var með beina textalýsingu frá gangi mála í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni. Mesta spennan var í botnbaráttunni þar sem Everton, Leicester City og Leeds United kepptust um að forðast fallið.

Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi.

Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt.

Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina.

Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild.

Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×