Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 10:29 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er meðal þeirra sem skrifuð er fyrir bókun meirihlutans þar sem vinnubrögð Sorpu eru harðlega gagnrýnd. Vísir/Arnar Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“ Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“
Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira