„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2023 13:20 Ron DeSantis hefur loks staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til forseta. AP/Robert F. Bukaty Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent