Uppáhaldshlaðvörp íslenskra karlmanna – fyrri hluti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. maí 2023 20:01 Kolbeinn Arnbjörnsson, Villi Neto og Tómas Guðbjartsson deildu hvaða hlaðvörp væru í uppáhaldi hjá þeim og hvers vegna. Þórarinn Örn Egilsson/Vilhelm Gunnarsson/Egill Aðalsteinsson. Hlaðvörp (e.podcast) eru orðin nær óteljandi og oft á tíðum ómissandi hluti af daglegu lífi einstaklinga hvort sem um ræðir umfjallanir um íþróttir, dularfull morðmál eða létt spjall um daginn og veginn, svo eitthvað sé nefnt. Í síðustu viku leitaði blaðamaður Vísis til nokkurra kvenna til að heyra hvaða hlaðvörp væru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina. Svörin voru fjölbreytt og skemmtileg og geta nýst fólki sem eru uppiskroppa af hugmyndum. Nú er komið að því að heyra hvaða hlaðvörp eru í eyrum karlmanna. Árni Helgason - lögmaður og fyrrum hlaðvarpsstjórnandi Hismisins Árni HelgasonVísir/Villi Steve Dagskrá „Það er úr mörgu að velja en Steve Dagskrá fær 12 stig frá þessari dómnefnd. Léttir, skemmtilegir og fara út um víðan völl þótt þetta sé í grunninn hlaðvarp um fótbolta.“ Í ljósi sögunnar „Í ljósi sögunnar er náttúrulega frábært hlaðvarp líka, það ætti að friða raddböndin og hrynjandann í Veru Illugadóttur og spila á götum úti þegar mikið liggur við, það myndi róa þjóðina.“ Þjóðmál „Það mættu gjarnan vera fleiri hlaðvörp um fréttir og stjórnmál en Þjóðmál hafa sinnt þessu vel og ég hlusta oft á þá.“ Körfubolti og glæpir „Erlendis þá er það helst hlaðvörp um NBA sem ég hlusta á og þá helst Bill Simmons sem er geitin í leiknum, eins og körfuboltamenn myndu orða það. Einstaka sinnum hlusta ég á glæpahlaðvörp sem fjalla gjarnan um gömul morðmál en Spoiler alert þau gerast einhverra hluta vegna öll árið 1986 og enda alltaf með því að það var gaurinn í hvíta sendiferðabílnum sem framdi glæpinn.“ Stefán Árni Pálsson- fjölmiðlamaður Stefán Árni PálssonVísir/Villi Handkastið í uppáhaldi „Ég hlusta nánast bara á íþróttahlaðvörp. Mitt uppáhalds er að sjálfsögðu Handkastið þar sem ég lifi og hrærist í þeim heimi. Arnar Daði heldur úti hlaðvarpinu og hefur það heldur betur aukið áhuga fólks á handbolta hér á landi.“ Steve Dagskrá „Síðan finnst mér hlaðvarpið Steve Dagskrá sem fjallar um fótbolta algjörlega geggjað hlaðvarp. Skemmtilegir menn sem taka sig ekki of hátíðlega og fjalla á mjög skemmtilegan hátt um knattspyrnu.“ Dr. Football „Dr. Football kemur út oft í viku og er orðið fastur partur af dögunum manns. Hjörvar Hafliðason er listamaður þegar kemur að hlaðvarpsleiknum.“ Vilhelm Neto - grínisti og leikari Vilhelm Villi NetoVísir/Villi „Ég er algjör hlaðvarpaáhugamaður og er ein af aðal ástæðunum að ég byrjaði með hlaðvarpið, Já OK! með Fjölni Gísla,“ segir Villi. No Such Thing as a Fish „Ég er mikill aðdáandi hlaðvarpa sem blanda gríni og fræðslu. Þetta var í rauninni fyrsta hlaðvarpið sem kom mér almennilega inn í þennan heim, það var í fyrsta skiptið sem beið spenntur eftir nýjum þætti. Ég er svo mikill aðdáandi að ég borga fyrir Patreon áskrift frá þeim.“ Do Go On „Skemmtilegt ástralskt hlaðvarp með þrjá grínista þar sem einn fræðir sig um umræðuefnið, sem er yfirleitt áhugarverð manneskja eða steikt atvik í sögunni, og útskýrir fyrir hinu tvo. Gott grín myndast þarna.“ Í Ljósi Sögunnar „Þetta er náttúrulega algjör klassík. Ekkert meira hægt að segja en það.“ Vídjó „Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson eru bæði ótrúlega skemmtilegar og bjartar manneskjur og gaman að hlusta á þau.“ Science vs. „Fræðandi vísindahlaðvarp undir frábærri leiðsögn Wendy Zukerman.“ Philosophize this „Gott heimspekishlaðvarp til að fá smá innsýn á hvernig maður sér heiminn.“ Stuff They Don’t Want You to Know „Alltaf gott að fá að heyra nokkrar samsæriskenningar af og til. Þær krydda svo mikið upp á tilverunni.“ „Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Tómas Guðbjartsson - læknir HjartalæknirVísir/Egill Aðalsteinsson „Ég hlusta ekki mikið á hlaðvörp almennt en mikið á tónlist,“ segir Tómas. Í ljósi sögunnar „Veru Illuga hlusta ég þó oftast á, enda hef ég gaman af sagnfræði og hún frábær útvarpskona. Næ ekki alltaf að klára þættina því hún hefur frábæra rödd sem róar hugann eftir td. langan aðgerðardag eða erilsama vakt.“ Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Kolbeinn Arnbjörnsson - leikari Þórarinn Örn Egilsson. Huberman „Hef ekki getað átt eðlileg samskipti við vini eða fjölskyldu öðruvísi en að vitna í Huberman. Hann gæti leitt mig í einhverja költ geðveiki ef hann hefði áhuga. Andrew Huberman er prófessor í taugavísindum og hefur það að markmiði sínu að miðla fríum fróðleik til fólks. Þættirnir fjalla um allt mögulegt eins og t.d. Neuroplasticity eða eiginleikan að fá heilann og taugakerfið til að tileinka sér nýja hegðun, hvernig maður getur lært hraðar, sofið betur, hámarkað árangur í rækt, passað upp á hormónakerfið, og allt er staðfest með nýjustu rannsóknum á sviði vísinda. Það besta er að hann fer á dýpið en nær á sama tíma alltaf að halda hlutunum áhugaverðum og skiljanlegum fyrir áhugafólk.“ Jay Shetty „Frábær fyrirmynd sem hefur það að markmiði sínu að bæta líf fólks með því að taka viðtöl við fólk sem hefur sömu markmið og deila aðferðum sínum með hlustendum. Þættir sem hjálpa manni í sjálfsrækt, í að líða betur, kjarna sig og fókusera á það sem raunverulega skiptir máli.“ Unlocking us with Brené Brown „Conversations that unlock the deeply human part of who we are, so that we can live, love, parent, and lead with more courage and heart. Frábærir, uppbyggilegir og þroskandi þættir. Brené Brown er prófessor sem hefur sérhæft sig í hugrekki, viðkvæmni, skömm og samkennd. Hún hefur ótrúlegt innsæi og hæfileika til að miðla upplýsingum og fróðleik.“ Smartless „Þættirnir þegar mig langar bara í skemmtilega afþreyingu. Vissulega fróðleikur í hverjum þætti, en fyrst og fremst gaman að hlusta á fyndna vini úr kvikmyndabransanum fá áhugaverða einstaklinga í heimsókn og eiga innilega og fyndin samtöl.“ We can do hard things „Ég og kærastan hlustum á þessa saman. Búið að vera hefð hjá okkur frá því við kynntumst. Þættir sem víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að samböndum, samskiptum, kynferði og kynhneigð.“ Karlmennskan „Hef aðeins dottið af vagninum eftir að ég ánetjaðist Huberman. En vinnan sem Þorsteinn er að gera er svo ótrúlega mikilvæg og aðdáunarverð. Vandaðir þættir sem taka á mikilvægum og viðkvæmum málum af hugrekki og virðingu.“ Dolly Parton's America „Ég hef lengi dýrkað Dolly Parton. Saga hennar er algjörlega mögnuð. Þættirnir fara um víðan völl, eru marglaga og virkilega vandaðir.“ 99% Invisible „Margverðlaunað hlaðvarp. Fjallar í grunnin um hönnun, en efnistökin í hverjum þætti eru ótrúlega áhugaverð og veita manni innsýn í hluti sem maður jafnvel pældi ekki áður í. Mæli sérstaklega með þættinum "oops, our bad", sem fjallar um manneskjuna að reyna að stjórna náttúrunni og eftirköst þess.“ Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Ástin og lífið Tengdar fréttir Uppáhalds hlaðvörp íslenskra kvenna Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar. 20. maí 2023 20:01 Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Í síðustu viku leitaði blaðamaður Vísis til nokkurra kvenna til að heyra hvaða hlaðvörp væru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina. Svörin voru fjölbreytt og skemmtileg og geta nýst fólki sem eru uppiskroppa af hugmyndum. Nú er komið að því að heyra hvaða hlaðvörp eru í eyrum karlmanna. Árni Helgason - lögmaður og fyrrum hlaðvarpsstjórnandi Hismisins Árni HelgasonVísir/Villi Steve Dagskrá „Það er úr mörgu að velja en Steve Dagskrá fær 12 stig frá þessari dómnefnd. Léttir, skemmtilegir og fara út um víðan völl þótt þetta sé í grunninn hlaðvarp um fótbolta.“ Í ljósi sögunnar „Í ljósi sögunnar er náttúrulega frábært hlaðvarp líka, það ætti að friða raddböndin og hrynjandann í Veru Illugadóttur og spila á götum úti þegar mikið liggur við, það myndi róa þjóðina.“ Þjóðmál „Það mættu gjarnan vera fleiri hlaðvörp um fréttir og stjórnmál en Þjóðmál hafa sinnt þessu vel og ég hlusta oft á þá.“ Körfubolti og glæpir „Erlendis þá er það helst hlaðvörp um NBA sem ég hlusta á og þá helst Bill Simmons sem er geitin í leiknum, eins og körfuboltamenn myndu orða það. Einstaka sinnum hlusta ég á glæpahlaðvörp sem fjalla gjarnan um gömul morðmál en Spoiler alert þau gerast einhverra hluta vegna öll árið 1986 og enda alltaf með því að það var gaurinn í hvíta sendiferðabílnum sem framdi glæpinn.“ Stefán Árni Pálsson- fjölmiðlamaður Stefán Árni PálssonVísir/Villi Handkastið í uppáhaldi „Ég hlusta nánast bara á íþróttahlaðvörp. Mitt uppáhalds er að sjálfsögðu Handkastið þar sem ég lifi og hrærist í þeim heimi. Arnar Daði heldur úti hlaðvarpinu og hefur það heldur betur aukið áhuga fólks á handbolta hér á landi.“ Steve Dagskrá „Síðan finnst mér hlaðvarpið Steve Dagskrá sem fjallar um fótbolta algjörlega geggjað hlaðvarp. Skemmtilegir menn sem taka sig ekki of hátíðlega og fjalla á mjög skemmtilegan hátt um knattspyrnu.“ Dr. Football „Dr. Football kemur út oft í viku og er orðið fastur partur af dögunum manns. Hjörvar Hafliðason er listamaður þegar kemur að hlaðvarpsleiknum.“ Vilhelm Neto - grínisti og leikari Vilhelm Villi NetoVísir/Villi „Ég er algjör hlaðvarpaáhugamaður og er ein af aðal ástæðunum að ég byrjaði með hlaðvarpið, Já OK! með Fjölni Gísla,“ segir Villi. No Such Thing as a Fish „Ég er mikill aðdáandi hlaðvarpa sem blanda gríni og fræðslu. Þetta var í rauninni fyrsta hlaðvarpið sem kom mér almennilega inn í þennan heim, það var í fyrsta skiptið sem beið spenntur eftir nýjum þætti. Ég er svo mikill aðdáandi að ég borga fyrir Patreon áskrift frá þeim.“ Do Go On „Skemmtilegt ástralskt hlaðvarp með þrjá grínista þar sem einn fræðir sig um umræðuefnið, sem er yfirleitt áhugarverð manneskja eða steikt atvik í sögunni, og útskýrir fyrir hinu tvo. Gott grín myndast þarna.“ Í Ljósi Sögunnar „Þetta er náttúrulega algjör klassík. Ekkert meira hægt að segja en það.“ Vídjó „Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson eru bæði ótrúlega skemmtilegar og bjartar manneskjur og gaman að hlusta á þau.“ Science vs. „Fræðandi vísindahlaðvarp undir frábærri leiðsögn Wendy Zukerman.“ Philosophize this „Gott heimspekishlaðvarp til að fá smá innsýn á hvernig maður sér heiminn.“ Stuff They Don’t Want You to Know „Alltaf gott að fá að heyra nokkrar samsæriskenningar af og til. Þær krydda svo mikið upp á tilverunni.“ „Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Tómas Guðbjartsson - læknir HjartalæknirVísir/Egill Aðalsteinsson „Ég hlusta ekki mikið á hlaðvörp almennt en mikið á tónlist,“ segir Tómas. Í ljósi sögunnar „Veru Illuga hlusta ég þó oftast á, enda hef ég gaman af sagnfræði og hún frábær útvarpskona. Næ ekki alltaf að klára þættina því hún hefur frábæra rödd sem róar hugann eftir td. langan aðgerðardag eða erilsama vakt.“ Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Kolbeinn Arnbjörnsson - leikari Þórarinn Örn Egilsson. Huberman „Hef ekki getað átt eðlileg samskipti við vini eða fjölskyldu öðruvísi en að vitna í Huberman. Hann gæti leitt mig í einhverja költ geðveiki ef hann hefði áhuga. Andrew Huberman er prófessor í taugavísindum og hefur það að markmiði sínu að miðla fríum fróðleik til fólks. Þættirnir fjalla um allt mögulegt eins og t.d. Neuroplasticity eða eiginleikan að fá heilann og taugakerfið til að tileinka sér nýja hegðun, hvernig maður getur lært hraðar, sofið betur, hámarkað árangur í rækt, passað upp á hormónakerfið, og allt er staðfest með nýjustu rannsóknum á sviði vísinda. Það besta er að hann fer á dýpið en nær á sama tíma alltaf að halda hlutunum áhugaverðum og skiljanlegum fyrir áhugafólk.“ Jay Shetty „Frábær fyrirmynd sem hefur það að markmiði sínu að bæta líf fólks með því að taka viðtöl við fólk sem hefur sömu markmið og deila aðferðum sínum með hlustendum. Þættir sem hjálpa manni í sjálfsrækt, í að líða betur, kjarna sig og fókusera á það sem raunverulega skiptir máli.“ Unlocking us with Brené Brown „Conversations that unlock the deeply human part of who we are, so that we can live, love, parent, and lead with more courage and heart. Frábærir, uppbyggilegir og þroskandi þættir. Brené Brown er prófessor sem hefur sérhæft sig í hugrekki, viðkvæmni, skömm og samkennd. Hún hefur ótrúlegt innsæi og hæfileika til að miðla upplýsingum og fróðleik.“ Smartless „Þættirnir þegar mig langar bara í skemmtilega afþreyingu. Vissulega fróðleikur í hverjum þætti, en fyrst og fremst gaman að hlusta á fyndna vini úr kvikmyndabransanum fá áhugaverða einstaklinga í heimsókn og eiga innilega og fyndin samtöl.“ We can do hard things „Ég og kærastan hlustum á þessa saman. Búið að vera hefð hjá okkur frá því við kynntumst. Þættir sem víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að samböndum, samskiptum, kynferði og kynhneigð.“ Karlmennskan „Hef aðeins dottið af vagninum eftir að ég ánetjaðist Huberman. En vinnan sem Þorsteinn er að gera er svo ótrúlega mikilvæg og aðdáunarverð. Vandaðir þættir sem taka á mikilvægum og viðkvæmum málum af hugrekki og virðingu.“ Dolly Parton's America „Ég hef lengi dýrkað Dolly Parton. Saga hennar er algjörlega mögnuð. Þættirnir fara um víðan völl, eru marglaga og virkilega vandaðir.“ 99% Invisible „Margverðlaunað hlaðvarp. Fjallar í grunnin um hönnun, en efnistökin í hverjum þætti eru ótrúlega áhugaverð og veita manni innsýn í hluti sem maður jafnvel pældi ekki áður í. Mæli sérstaklega með þættinum "oops, our bad", sem fjallar um manneskjuna að reyna að stjórna náttúrunni og eftirköst þess.“ Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par
Ástin og lífið Tengdar fréttir Uppáhalds hlaðvörp íslenskra kvenna Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar. 20. maí 2023 20:01 Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Uppáhalds hlaðvörp íslenskra kvenna Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar. 20. maí 2023 20:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið