Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 10:21 „Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá!“ spyr Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“ Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira