Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 20:31 Geimfararnir fjórir um borð í Dragon-geimfari SpaceX. Axiom Space Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs. Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs.
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira