Innlent

Stór­aukið mynda­véla­eftir­lit í mið­borginni

Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
FotoJet - 2023-05-19T194431.338
Getty/Vísir/Vilhelm

Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti.

Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera.

Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins.

„Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti.

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta.

„Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar.


Tengdar fréttir

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×