Innlent

Ekki hægt að bjarga bátnum og hann látinn brenna

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi Landsbjörg

„Hann var látinn brenna, það var lítið annað hægt að gera.“

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar um tilkynningu sem kom inn á borð björgunarsveita og slökkviliðs í Stykkishólmi vegna elds í bát suðvestur af bænum í gærkvöldi.

Jón Þór segir að eldur hafi þar orðið laus í vistarverum og að skipverjanum hafi ekki ráðið við eldinn og neyðst til að yfirgefa bátinn.

Jón Þór segir að skipverjanum hafi verið bjargað um borð í lítinn bát björgunarsveita og hann fluttur þaðan í stærri bát. Alelda bátinn hafi svo rekið upp í fjöru.

Landsbjörg

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×