Trans Ísland fær mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 13:15 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Ólöfu Bjarka Antons formanni samtakanna Trans Ísland mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023 en samtökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira