Málið snýst um það þegar Alvaro Odriozola átti að koma inn fyrir Marco Asensio á 84. mínútu leiksins.
Eduardo Camavinga meiddist hins vegar eftir að Real Madrid hafði lagt inn skiptinguna og liðið varð því að taka hann af velli í staðinn fyrir Asensio.
Getafe have filed a complaint against Real Madrid, claiming Los Blancos' substitution of Eduardo Camavinga on Saturday led them to field an ineligible playerhttps://t.co/Zb0QxQWRdt
— AS USA (@English_AS) May 17, 2023
Getafe heldur því fram að skiptingin á Asensio hafi í raun farið fram og þar með hafi Real Madrid spilað ólöglegum leikmanni þegar Odriozola kom inn fyrir Camavinga en ekki fyrir Asensio.
Real Madrid fær tækifæri til að svara kærunni og leggja inn sín sönnunargögn. Real Madrid vann leikinn 1-0 en tapar honum 3-0 ef þeir verða dæmdir fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann.
Real Madrid er þegar búið að missa af spænska meistaratitlinum sem fer til erkifjenda þeirra í Barcelona í ár en Getafe er í 18. sæti og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í harðri fallbaráttu.