Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 11:30 NoName057(16), rússneskur tölvuþrjótahópur, eignaði sér heiður af árásinni á Isavia í morgun. Skjáskot Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi. Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi.
Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27