Innlent

Vefur Al­þingis liggur niðri: „Málið er í at­hugun“

Atli Ísleifsson skrifar
Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.
Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Vilhelm

Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur.

„Málið er í athugun,“ segir Ragna sem gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið á þessu stigi málsins.

Varað hefur verið við netárásum í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem hefst í dag og stendur til morguns.

Eins og stendur er ekki heldur hægt að komast inn á vef Hæstaréttar en óvíst hvort bilanirnar tengjast.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×