„Snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 16:27 Kristrún Frostadóttir er mætt aftur á Alþingi og baunaði á ríkisstjórnina í fyrstu ræðu sinni eftir orlofið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira