Rok og rigning út vikuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:49 Næsta vika einkennist af roki, rigningu, slyddu og snjókomu. vísir/vilhelm Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. „Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“ Veður Golf Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
„Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“
Veður Golf Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira