Lífið

Svíþjóð vann Eurovision

Árni Sæberg skrifar
Loreen vann Eurovision með laginu Tattoo fyrir hönd Svía. Hún vann keppnina einnig árið 2012 með Euphoria.
Loreen vann Eurovision með laginu Tattoo fyrir hönd Svía. Hún vann keppnina einnig árið 2012 með Euphoria. Aaron Chown/Getty

Svíar eru sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Loreen vann keppnina öðru sinni fyrir hönd Svía, sem hafa nú unnið keppnina sjö sinnum. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. 

Svíþjóð leiddi allan tímann á meðan stig voru kynnt og hlaut að lokum alls 583 stig

Svíar hafa nú komið sér upp að hlið Írlands á lista yfir sigursælustu Eurovisionþjóðirnar.

Loreen sigraði Eurovisionkeppnina sem haldin var í Bakú í Aserbaísjan árið 2012 með laginu Euphoria. Hlaut hún þá 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.

Lagið Tattoo var samið af Loreen sjálfri ásamt fimm meðhöfundum.

Flutning Loreen á úrslitakvöldinu má sjá í spilaranum hér að neðan:

Finnar með lagið Cha Cha Cha lentu í öðru sæti með 526 stig. Þeir hlutu aftur á móti langflest atkvæði í símakosningunni.


Tengdar fréttir

Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld?

Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×