„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 19:25 „Markmiðið er að fylla Austurvöll", segir Ragnar Þór Ingólfsson sem hyggst standa fyrir fleiri mótmælum næstu daga. Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson
Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira