Furðar sig á því að Eurovision setji leikjadagsrána úr skorðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 10:00 Pep Guardiola er ekki hrifinn af því að þurfa að spila gegn Everton á morgun. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld. City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Eurovision Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Eurovision Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira