Furðar sig á því að Eurovision setji leikjadagsrána úr skorðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 10:00 Pep Guardiola er ekki hrifinn af því að þurfa að spila gegn Everton á morgun. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld. City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Eurovision Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Eurovision Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira