„Grátbroslegt“ að Ísland sé í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 20:00 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Vísir/Sigurjón Formaður Trans Íslands segir það grátbroslega staðreynd að réttindi transfólks séu hvergi jafn góð og hér á landi. Hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi og nú. Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira
Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira