Innlent

Bein út­sending: Ræða fram­tíð opin­berrar skjala­vörslu

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er einn gesta á fundi nefndarinnar.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er einn gesta á fundi nefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu verður til umræðu.

Fundurinn hefst klukkan 10:30 og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilaranum að neðan.

Gestir fundarins verða Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis, Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði.

Fyrirkomulag skjalavörslu hefur mikið verið í deiglunni að undanförnu í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Dagskrá:

  • Kl. 10:30 Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði
  • Kl. 10:50 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×