Segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og góðæri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:25 Rúna er ein þeirra kennara sem hefur þurft að færa kennsluna yfir í skrifstofur KSÍ vegna plássleysis. Vísir/Sigurjón Kennari við Laugarnesskóla kveðst vera langþreytt á bið eftir alvöru úrbótum á húsnæði skólans. Hún segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og, að því er virðist, góðæri líka. Nú sé mál að linni. Í kvöldfréttum okkar í gær steig móðir í Laugarnesskóla fram og opnaði sig um erfið veikindi dóttur sinnar sem rakin eru til myglu í skólanum. Heilsan skánaði þó mikið þegar árgangi stúlkunnar var komið fyrir í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis. Kennarar segjast þreyttir á hægagangi og vilja alvöru úrbætur en ekki „plástra“. Síðasta haust varpaði skýrsla Eflu ljósi á ýmis raka- og myglutengd vandamál í skólanum en úrbætur ganga hægt. Á dögunum sendi starfsfólk skólans borgarstjóra opið bréf um málið, í hópi þeirra er Rúna Björg Garðarsdóttir. „Við efumst ekkert um vilja borgarinnar til þess að ráðast í þessar framkvæmdir sem þarf að ráðast í en nú er bara mál að linni. Nú þurfa hlutirnir að fara að gerast hraðar en þeir gerast nú. Það eru ýmis áform uppi og búið að taka ákvörðun um að það eigi að laga þetta en nú þolir málið bara ekki meiri bið.“ Síðustu ár hafi kennarar hrökklast úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í heimilisfræðistofu skólans frá því í haust en starfsfólk segir að iðnaðarmennirnir hafi ekki látið sjá sig í marga mánuði. Vísir/Sigurjón „Við teljum alveg einhverja sjö sem hafa hætt störfum við skólann út af einhverjum heilsufarsvandamálum. finna fyrir einhverjum einkennum og sú saga nær í rauninni langt aftur úr, lengra en þegar fólk almennt var farið að tala um og tengja þetta vandamál við myglu.“ Rúna segir skólafólk þreytt á afsökunum frá yfirvöldum. „Þeir bíða í kreppu, þeir bíða í heimsfaraldri og í góðæri þá virðast skólarnir líka bíða. það er svona okkar upplifun.“ Borgastjóri hafði ekki tök á viðtali vegna funda en í orðsendingu vísar hann til þess að hluti skólans sé friðaður og að mikilvægt sé að vanda til verka. Allar áætlanir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Skóla- og menntamál Mygla Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir „Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær steig móðir í Laugarnesskóla fram og opnaði sig um erfið veikindi dóttur sinnar sem rakin eru til myglu í skólanum. Heilsan skánaði þó mikið þegar árgangi stúlkunnar var komið fyrir í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis. Kennarar segjast þreyttir á hægagangi og vilja alvöru úrbætur en ekki „plástra“. Síðasta haust varpaði skýrsla Eflu ljósi á ýmis raka- og myglutengd vandamál í skólanum en úrbætur ganga hægt. Á dögunum sendi starfsfólk skólans borgarstjóra opið bréf um málið, í hópi þeirra er Rúna Björg Garðarsdóttir. „Við efumst ekkert um vilja borgarinnar til þess að ráðast í þessar framkvæmdir sem þarf að ráðast í en nú er bara mál að linni. Nú þurfa hlutirnir að fara að gerast hraðar en þeir gerast nú. Það eru ýmis áform uppi og búið að taka ákvörðun um að það eigi að laga þetta en nú þolir málið bara ekki meiri bið.“ Síðustu ár hafi kennarar hrökklast úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í heimilisfræðistofu skólans frá því í haust en starfsfólk segir að iðnaðarmennirnir hafi ekki látið sjá sig í marga mánuði. Vísir/Sigurjón „Við teljum alveg einhverja sjö sem hafa hætt störfum við skólann út af einhverjum heilsufarsvandamálum. finna fyrir einhverjum einkennum og sú saga nær í rauninni langt aftur úr, lengra en þegar fólk almennt var farið að tala um og tengja þetta vandamál við myglu.“ Rúna segir skólafólk þreytt á afsökunum frá yfirvöldum. „Þeir bíða í kreppu, þeir bíða í heimsfaraldri og í góðæri þá virðast skólarnir líka bíða. það er svona okkar upplifun.“ Borgastjóri hafði ekki tök á viðtali vegna funda en í orðsendingu vísar hann til þess að hluti skólans sé friðaður og að mikilvægt sé að vanda til verka. Allar áætlanir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur.
Skóla- og menntamál Mygla Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir „Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16
Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00