Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 10:10 Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi en í fyrra. Getty/Jose Luis Pelaez Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“ Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“
Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira