Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:30 Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá HSU, segir erfitt að fá fólk í sjúkraflutninga og bráðaviðbragð, sérstaklega þegar austar dregur. Vísir/Arnar Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00