Hélt hún væri með lágþrýsting en fékk heilablóðfall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:29 Sigga Kling er í fullu fjöri! Vísir/Vilhelm Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið! Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Sjá meira
Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið!
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Sjá meira