Starfsfólk Flensborgar uggandi og óttast uppsagnir Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. maí 2023 13:01 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar. Starfsfólk skólans gagnrýnir mögulegan samruna skólans og Tækniskólans. Vísir/Vilhelm Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22