Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 08:00 Kristall Máni Ingason fórnaði höndum þegar hann sá gula spjaldið fyrir leikaraskap. Skjáskot/TV2 og vísir/Hulda Margrét Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin. Norski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin.
Norski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira