Innlent

Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum manninum.
Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Í henni segir að rannsóknin á andláti konunnar standi enn þá yfir. En hún fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Konan hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var 28 ára gömul.

Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 29. apríl. „Nú fyrir stundu tók lögreglustjóri ákvörðun um að aflétta gæsluvarðhaldi yfir öðrum karlmanninum. Krafa hefur verið lögð fram fyrir héraðsdómi um að hinn karlmaðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Mínum skjólstæðing hefur verið sleppt úr varðhaldi. Það að honum hafi verið sleppt bendir til þess að lögreglan telji að hann sé ekki viðriðin þetta,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, lögmaður mannsins sem sleppt var. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Fallist á gæslu­varð­hald yfir mönnunum

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 

Konan sem lést á Sel­fossi var á þrí­tugs­aldri

Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.