Innlent

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna jarð­skjálftanna í Mýr­dals­jökli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.
Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum. Vísir/RAX

Ó­vissu­stigi hefur verið lýst yfir af Ríkis­lög­reglu­stjóra á­samt lög­reglunni á Suður­landi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli. Þetta kemur fram í til­kynningu frá al­manna­vörnum.

Þar kemur fram að jarð­skjálfta­hrina hafi hafist klukkan 09:41 norð­austar­lega í öskju Kötlu og mældust þrír skjálftar yfir 4 að stærð. Í til­kynningu al­manna­varna kemur fram að um sé að ræða ó­venju stóra jarð­skjálfta.

„Og því rétt að fylgjast með fram­vindunni og hvort annað fylgi í kjöl­farið. Hvorki hefur þó mælst gos­ó­rói né hlaupórói.“

Vegi lokað að Kötlu­jökli

Þá kemur fram í til­kynningunni að lög­reglan hafi í ljósi þessa á­kveðið að loka veginum inn að Kötlu­jökli.

„Í kringum Kötlu er mæla­net sem saman­stendur meðal annars annars af jarð­skjálfta-, af­lögunar- og vatna­mælum. Þessir mælar eru vaktaðir allan sólar­hringinn af náttúru­vá­r­sér­fræðingum Veður­stofunnar og gefnar út til­kynningar ef snöggar breytingar verða á þeim sem mætti túlka sem skamm­tíma­fyrir­boða að eld­gosi eða jökul­hlaupi, t.d. órói á jarð­skjálfta­mælum.“

Tekið er fram að enginn slíkur órói sjáist á mælum núna. Ekki sé hægt að full­yrða neitt um það hvernig þróunin virkninnar verður og fylgist náttúru­vá­r­vöktun Veður­stofunnar á­fram náið með málum.

Al­manna­varnir leggja á­herslu á að fólk þekki til við­búnaðar og við­bragðs vegna náttúru­ham­fara til að draga úr á­hrifum eins og unnt er. Eins og komið hefur fram hjá Veður­stofu Ís­lands hefur enginn gos­ó­rói mælst og engar vís­bendingar um að hlaup sé hafið undan jöklinum.

Ekki er þó talið ráð­lagt að vera við rætur Kötlu­jökuls vegna mögu­legs gas­út­streymis og hlaupa­vatns í far­vegi Múla­kvíslar.

Að öðru leyti á þessi jarð­skjálfta­hrina ekki að raska dag­legu lífi fólks, að því er segir í til­kynningunni.


Tengdar fréttir

Skjálftar í Kötlu­öskju sem hafa ekki sést síðan 2016

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×