Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Elísabet Inga Sigurðardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. maí 2023 11:03 Kristín Jónsdóttir er deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa. Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa.
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14