Innlent

Upp­bygging í Skerja­firði og fram­tíð flug­vallarins í Vatns­mýri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pawel Bartoszek og Njáll Trausti Friðbertsson takast á í Pallborðinu í dag.
Pawel Bartoszek og Njáll Trausti Friðbertsson takast á í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi.is og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.

Gestir þáttarins verða Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 

Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hefjast skuli handa við jarðvegsframkvæmdir og undirbúning uppbyggingar í Nýja-Skerjafirði. Ákvörðunin er tekin á grundvelli niðurstaða starfshóps sem ráðherra skipaði til að meta áhrif byggðarinnar á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Sitt sýnist hverjum um niðurstöður hópsins og ákvörðun ráðherra og borgaryfirvalda en í skýrslu starfshópsins segir meðal annars að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi flugvallarins.

Þó sé ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir en ráðast þurfi í  mótvægisaðgerðir.

Framsókn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, undirritaða af öllum þingmönnum og sveitarstjórnarfulltrúum flokksins. Þar er talað um að flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt þar til annar valkostur finnst en ljóst sé að völlurinn verði í Vatnsmýrinni næstu 20 til 25 ár.

Margir eru á því að Hvassahraun virðist nú fjarlægur kostur í ljósi þess að nýtt tímabil eldsumbrota sé hafið á svæðinu og þá vakna óneitanlega spurningar: Verður flugvöllurinn ekki bara áfram á sama stað? Hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Hvað ætla menn að gera nú?

Hægt er að horfa á Pallborðið í spilaranum að ofan og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×