Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Elísabet Inga Sigurðardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. maí 2023 11:03 Kristín Jónsdóttir er deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa. Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa.
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent