Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Elísabet Inga Sigurðardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. maí 2023 11:03 Kristín Jónsdóttir er deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa. Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa.
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14