Segir Arnór bestan í Svíþjóð en liðsfélagi þykist ekki þurfa að passa sig Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 12:30 Arnór Sigurðsson þykir í hópi allra bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar. Getty/Alex Nicodim Nahir Besara, fyrirliði Hammarby, segir að hægri bakvörður liðsins þurfi að hafa góðar gætur á Arnóri Sigurðssyni í leiknum við Norrköping á morgun, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hægri bakvörðurinn segist ekkert vera að spá í Arnóri. Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður. Sænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður.
Sænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira