Innlent

Nafn hinnar látnu ekki gefið upp

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi segist ekki ætla að tjá sig frekar um rannsóknina á andláti konunnar.
Lögreglan á Suðurlandi segist ekki ætla að tjá sig frekar um rannsóknina á andláti konunnar. Vísir/Magnús

Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar kemur fram að rannsóknin sé umfangsmikil og sé á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram og segir lögregla að rannsóknarvinna sé í fullum gangi. Ekki verði hins vegar gefnar út frekari upplýsingar um framgang hennar að sinni.

Eins og fram hefur komið hafa tveir karlmenn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudagsins 5. maí næstkomandi vegna málsins. 

Konan var á þrítugsaldri líkt og báðir mennirnir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir hálfbræður.

Segir í tilkynningu lögreglu að hún hafi notið liðsinnis kollega sinna hjá lögreglunni á Suðurnesjum auk tækni-og tölvurannsóknardeila lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Krefjast gæslu­varð­halds yfir mönnunum á Sel­fossi

Lögreglan á Suðurlandi hefur krafist þess að tveir karlmenn verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir andlát konu á Selfossi. Grunur er um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Konan sem lést á Sel­fossi var á þrí­tugs­aldri

Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×