Lögregla verst alla frétta af mannsláti á Selfossi: Misvísandi sögusagnir í umferð Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 28. apríl 2023 23:07 Lögreglan á Selfossi gefur lítið upp um málið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi verst allra frétta af mannsláti á Selfossi síðdegis í gær. Ung kona sá sig knúna til að setja færslu á samfélagsmiðla og upplýsa um að hún væri ekki sú látna, þar sem sögur þess efnis gengu um bæjarfélagið. Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31
Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04