Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 12:22 Helgi Magnússon átti Fréttablaðið áður en það fór í þrot fyrir mánuði síðan. Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42