Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 12:22 Helgi Magnússon átti Fréttablaðið áður en það fór í þrot fyrir mánuði síðan. Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42